Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana 16. mars 2007 18:45 Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið. Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið.
Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira