Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki 25. apríl 2007 22:43 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Fram til þessa hafa 19 fyrirtæki af þeim 30 sem skráð eru í Dow Jones-vísitöluna skilað uppgjörum sínum fyrir afkomuna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Af þessum 19 fyrirtækjum hefur afkoma 13 þeirra verið afspyrnugóð og umfram það sem greinendur spáðu. Sló það á áhyggjur manna að samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs í byrjun marsmánaðar hefði skilað sér út efnahagslífið. Enn þykir samt óvíst hver skref Seðlabanka Bandaríkjanna verður á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum vestra að þegar hægir á hjólum efnahagslífsins þá hafi það allajafna þau áhrif að afkoma fyrirtækja verður yfir væntingum. Þá gengur stórfyrirtækjum oft vel í samdrættinum, að sögn greinendanna, þar sem stærstur hluti af veltu þeirra kemur erlendis frá. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Fram til þessa hafa 19 fyrirtæki af þeim 30 sem skráð eru í Dow Jones-vísitöluna skilað uppgjörum sínum fyrir afkomuna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Af þessum 19 fyrirtækjum hefur afkoma 13 þeirra verið afspyrnugóð og umfram það sem greinendur spáðu. Sló það á áhyggjur manna að samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs í byrjun marsmánaðar hefði skilað sér út efnahagslífið. Enn þykir samt óvíst hver skref Seðlabanka Bandaríkjanna verður á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum vestra að þegar hægir á hjólum efnahagslífsins þá hafi það allajafna þau áhrif að afkoma fyrirtækja verður yfir væntingum. Þá gengur stórfyrirtækjum oft vel í samdrættinum, að sögn greinendanna, þar sem stærstur hluti af veltu þeirra kemur erlendis frá.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira