Heimsmet var slegið í áhorfi á einn viðburð í gegnum veraldarvefinn þegar Live Earth tónleikahátíðin fór fram á laugardaginn. Tölvurisinn Microsoft fullyrðir að 10 milljón manns hafi fylgst með atburðinum á netinu.
Tónleikarnir fóru fram í sex heimsálfum og stóðu í um einn sólarhring. Tilgangur þeirra var að vekja athygli á ógninni sem stafar af loftlagsbreytingum. Margar af helstu tónlistarstjörnum heims tóku lagið.