Körfubolti

Neitaði Bryant að fara til Detroit?

Kobe Bryant hefur verið mikið í fréttum síðan hann sagðist vilja fara frá Lakers í sumar
Kobe Bryant hefur verið mikið í fréttum síðan hann sagðist vilja fara frá Lakers í sumar NordicPhotos/GettyImages

Útvarpsstöð í Detroit greindi frá því í kvöld að LA Lakers og Detroit Pistons hafi á þriðjudagskvöldið komist að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu sent Kobe Bryant til Detroit.

Bryant hefði þá farið til Bílaborgarinnar í skiptum fyrir þá Richard Hamilton, Tayshaun Prince, Amir Johnson og valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins. Útvarpsstöðin segir að ekkert hafi hinsvegar orðið af þessum skiptum því Bryant hafi nýtt sér ákvæði í samningi sínum sem gefur honum rétt til að neita að fara til annars liðs - sýnist honum svo.

Bryant er eini leikmaðurinn í NBA deildinni sem er með slíka klásúlu í samningi sínum, en aðeins leikmenn sem hafa verið ákveðið lengi í herbúðum sama liðsins hafa rétt á slíku ákvæði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×