Fótbolti

Inter lagði Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sulley Muntari fagnar marki sínu í kvöld.
Sulley Muntari fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Inter vann í kvöld góðan 1-0 sigur á Juventus með marki Sulley Muntari í síðari hálfleik.

Þetta er í fyrsta sinn sem Inter vinnur Juventus á heimavelli síðan 2004 og kærkominn sigur fyrir Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Inter er nú með fjögurra stiga forystu á AC Milan á toppi deildarinnar á Ítalíu en síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða.

Juventus er í þriðja sæti með 24 stig, sex stigum á eftir toppliði Inter.

Fyrr í kvöld vann Fiorentina 4-2 sigur á Udinese. Fiorentina er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig en Udinese í því sjöunda með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×