Vandræði í boði ríkisstjórnarinnar Guðni Ágústsson skrifar 24. júlí 2008 00:00 Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun