Víst voru þeir sviknir Guðni Ágústsson skrifar 6. júní 2008 00:01 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun