Fótbolti

Zlatan: Ég spila gettóbolta

AFP

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter þakkar hæfileika sína þeirri staðreynd að hann hafi lært að spila fótbolta í fátækrahverfum Malmö.

Zlatan hefur tekið upp þráðinn frá því í fyrra með Inter á leiktíðinni og stefnir nú á að vinna enn einn titilinn með liðinu - að þessu sinni undir stjórn Jose Mourinho.

"Ég er fæddur í Malmö og hverfið sem ég ólst upp í var alltaf kallað "gettóið." Það er gott að læra að spila í fátækrahverfunum ef þú hefur hæfileika, en stundum er það ekki nóg. Stundum þarf maður að hækka róminn og nota olnbogana," sagði Zlatan í samtali við La Stampa.

"Leikstíll minn kemur beint af götum fátækrahverfisins þar sem ég spilaði þegar ég var yngri, en ég verð auðvitað að fara eftir því sem þjálfarinn leggur upp með. Mourinho virðist vera með sterkari alhliða stjórnunarstíl en þeir þjálfarar sem ég hef verið með áður og hann spilar kerfisbundinn bolta án þess þó að binda mann niður," sagði sænski landsliðsmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×