Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag 17. nóvember 2008 21:11 Kaupahéðnar á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira