Dauf viðbrögð á ögurstundu Guðni Ágústsson skrifar 27. október 2008 00:01 Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun