Sterlingspundið í alvarlegri krísu Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 11:58 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands býr við margvísleg vandamál. Mynd/AP „Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær. Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær.
Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira