ConocoPhillips hefur áhuga á Jan Mayen svæðinu 19. október 2009 10:06 Bandaríski olíurisinn ConocoPhillips hefur áhuga á olíuleit og vinnslu á Jan Mayen svæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni offshore.no þar sem greint er frá árlegri ráðstefnu Samtaka norska olíuiðnaðarins (OLF) sem haldin var í síðustu viku. Meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnu OLF var James J. Milva stjórnarformaður ConocoPhillips en það er þriðja stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna og það stærsta í olíu- og gasvinnslu í Alaska. Milva segir að ConocoPhillips sé nú að leita að nýjum risaolíusvæðum í líkingu við Ekofisk. Fyrirtækið hafi mestan áhuga á að leita að olíu á nýjum svæðum á norska landgrunninu eins og Lófóten og Vesterålen. „Jan Mayen er líka áhugavert fyrir ConocoPhillips," segir Milva en eins og kunnugt er af fréttum, m.a. hér á síðunni, er mikil pólitísk andstaða í Noregi fyrir því að heimila leit við Lófóten og Vesterålen. Fréttin á offshore.no sýnir að alþjóðlegir olíurisar vita af Jan Mayen, þar með væntanlega einnig Drekasvæðinu, en hingað til hafa norsk olíufyrirtæki einkum haft áhuga á olíuleit á þeim slóðum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski olíurisinn ConocoPhillips hefur áhuga á olíuleit og vinnslu á Jan Mayen svæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni offshore.no þar sem greint er frá árlegri ráðstefnu Samtaka norska olíuiðnaðarins (OLF) sem haldin var í síðustu viku. Meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnu OLF var James J. Milva stjórnarformaður ConocoPhillips en það er þriðja stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna og það stærsta í olíu- og gasvinnslu í Alaska. Milva segir að ConocoPhillips sé nú að leita að nýjum risaolíusvæðum í líkingu við Ekofisk. Fyrirtækið hafi mestan áhuga á að leita að olíu á nýjum svæðum á norska landgrunninu eins og Lófóten og Vesterålen. „Jan Mayen er líka áhugavert fyrir ConocoPhillips," segir Milva en eins og kunnugt er af fréttum, m.a. hér á síðunni, er mikil pólitísk andstaða í Noregi fyrir því að heimila leit við Lófóten og Vesterålen. Fréttin á offshore.no sýnir að alþjóðlegir olíurisar vita af Jan Mayen, þar með væntanlega einnig Drekasvæðinu, en hingað til hafa norsk olíufyrirtæki einkum haft áhuga á olíuleit á þeim slóðum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira