Fjárfestir vill meiri efnahagshvata 25. júní 2009 02:00 warren buffett Einn af ríkustu mönnum heims segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að gera betur ætli þau að draga úr atvinnuleysi.Fréttablaðið/afp Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum stefnir hraðbyri í tíu prósent og reikna margir með því að það fari hæst í um ellefu prósent áður en dragi úr því. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir umdeildan björgunaraðgerðapakka í febrúar síðastliðnum sem felur í sér að hið opinbera veiti 787 milljörðum bandaríkjadala inn í bandarískt efnahagslíf gegnum atvinnuskapandi verkefni. Þrátt fyrir háværar raddir á sínum tíma sem kváðu á um að efnahagspakkinn yrði of þungur baggi á bandaríska ríkiskassanum telur Buffett annan eins þurfa til. „Við þurfum meira, ekki minna,“ sagði hann í samtali við Bloomberg-sjónvarpsfréttastöðina í gær. - jab Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum stefnir hraðbyri í tíu prósent og reikna margir með því að það fari hæst í um ellefu prósent áður en dragi úr því. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir umdeildan björgunaraðgerðapakka í febrúar síðastliðnum sem felur í sér að hið opinbera veiti 787 milljörðum bandaríkjadala inn í bandarískt efnahagslíf gegnum atvinnuskapandi verkefni. Þrátt fyrir háværar raddir á sínum tíma sem kváðu á um að efnahagspakkinn yrði of þungur baggi á bandaríska ríkiskassanum telur Buffett annan eins þurfa til. „Við þurfum meira, ekki minna,“ sagði hann í samtali við Bloomberg-sjónvarpsfréttastöðina í gær. - jab
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira