Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi 6. nóvember 2009 10:46 Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira