Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að rúmlega 308 milljarðar af neytendalánum muni tapast en það er um 7% af heildarneytendalánum í Evrópu. Telur sjóðurinn að mestur hluti þeirrar upphæðar muni tapast á Bretlandi, en þar er stærstur hluti kreditkortanotenda í álfunni.
Í Bretlandi getur almenningur hringt í svokallaða innlenda skuldalínu til að fá aðstoð og upplýsingar um allt hvað eina sem snertir skuldsetningu einstaklinga.
Í maí síðastliðnum, fékk viðkomandi símaþjónusta um 41 þúsund símtöl sem er tvöfalt meira en hringt var í símaþjónustuna í maí á síðasta ári, auk þess kemur fram að ekkert bendi til þess að símtölunum fari fækkandi.
Á meðan atvinnuleysi og gjaldþrot einstaklinga heldur áfram að aukast í Bretlandi, búast greinendur við frekari kreditkortavanskilum.
Barclays banki, stærsti kreditkortalánveitandi Bretlands með um 11,7 milljónir viðskiptavina, tilkynnti í maí, að kreditkortavanskil hafi aukist hjá bankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var það talið í beinu samræmi við efnahagsástandið í landinu og aukið atvinnuleysi.
Í ljósi þess, lækkaði bankinn heimildir á kortum viðskiptavina sinna umtalsvert.
Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent

Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni
Viðskipti innlent