Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði 16. júlí 2009 08:54 Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira