Rúmlega 33 þúsund einstaklingar, í Englandi og Wales, voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960.
Þetta er rúmlega 27% aukning frá sama tímabili á síðasta ári.
Af þessum rúmlega 33 þúsund einstaklingum voru 18.870 lýstir gjaldþrota. Það jafngildir 15,3% hækkun frá sama tímabili í fyrra.
Vonast er til þess að þeir sem komnir eru í greiðsluþrot geti mögulega greitt af lánum sínum í framtíðinni þó útlitið hjá þeim sé ekki bjart. Þeir eru því mjög líklegir til að verða úrskurðaðir gjaldþrota síðar meir.
Mikið er af neikvæðum fréttum af bresku efnahagslífi. Meðal annars greindi Vísir frá því fyrr í morgun að Royal Bank of Scotland hafi skilað tapi upp á einn milljarð punda og í gær setti Seðlabanki Englands 50 milljarða punda inn í hagkerfið.
