Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands 23. september 2009 08:37 José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira