Fótbolti

Porto hefur ekki tapað heima fyrir ensku liði

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir sér fulla grein fyrir því erfiða verkefni sem bíður hans manna í síðari leiknum við Porto á Estadio de Dragao í næstu viku.

Vandræði United héldu áfram í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við portúgalska liðið á Old Trafford og útlit er fyrir að United þurfi jafnvel að vinna útileikinn til að komast í undanúrslitin.

"Þetta er gríðarlega erfitt verkefni og ekki verður það auðveldara þegar haft er í huga að ekkert enskt lið hefur unnið Porto á útivelli. Við getum kennt okkur sjálfum um hvernig fór. Við verðum einfaldlega að vinna. Þetta félag hefur oft komist í sögubækur og vonandi tekst það aftur," sagði Ferguson í samtali við Metro.

Ekki er langt síðan Manchester United-vörnin var umtalaðasta vörnin í Evrópuboltanum þegar hún hélt hreinu í yfir 22 klukkustundir, en nú hefur hún allt í einu fengið á sig mark eða mörk í fjórum leikjum í röð - þar af fjögur samtals í síðustu tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×