Fótbolti

Anderson: Vissi að Porto væri með hörkulið

Nordic Photos/Getty Images

Brasilíumaðurinn Anderson hjá Manchester United, sem áður lék með Porto, segir ekkert hafa komið sér á óvart í leik Porto þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við United í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Miðjumaðurinn knái lék með portúgalska liðinu í eitt og hálft ár eftir að hafa komið frá Gremio í heimalandinu, en var svo keyptur til Manchester United.

"Þeir komu mér ekki á óvart," sagði Anderson á blaðamannafundi. "Það eru mikil gæði í þessu liði og liðið er með marga leikmenn frá Suður-Ameríku, svo þeir kunna jú að spila fótbolta," sagði Anderson.

Hann hefur þó trú á því að enska liðið geti farið áfram í keppninni í kvöld þó það sé að fara á erfiðan útivöll - völl þar sem engu ensku liði hefur tekist að vinna í Meistaradeildinni.

"Við höfum kannski ekki verið upp á okkar besta í síðustu leikjum, en við verðum að fara í þennan leik með sjálfstraustið í botni. Við höfum viljan til að vinna. Porto getur sannarlega átt annan góðan leik, en við vitum að við verðum að skora mörk. Það er stefnan og við höfum trú á þessu," sagði Brasilíumaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×