Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings 18. september 2009 08:46 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira