Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn 29. júlí 2009 08:10 Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira