Efnahagur Rússlands á í vandræðum. Það sama gildir um banka landsins, sem þurfa aðstoð upp á rúma fimm þúsund milljarða íslenskra króna til þess að komast í gegnum erfiðleikana.
Rússneskir bankar hafa þörf fyrir fjármagn upp á umrædda upphæð til þess að vega upp á móti lánum sem þeir hafa tapað á. Þetta upplýsir matsfyrirtækið Moody´s í dag.
Rússneskir bankar hafa verið í mikilli krísu síðustu tólf mánuði, og ástandiði versnar. Moody´s segir að rússneskir bankar þurfi nú að afskrifa fleiri lán en þeir hafa hingað til talið sig þurfa að gera.
Moodys telur, að í augnblikinu þurfi bankar þar í landi að afskrifa um 11 % af útistandandi lánum. Þegar líður á árið fari sú tala jafnvel upp í 20 %.
Moddy´s telur að rússneska ríkið sé tilneytt til þess að koma bönkunum til bjargar, ellegar fari margir stórir bankar þar í landi á hausinn.
Rússneska banka vantar fjármagn
