FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara 3. september 2009 08:16 FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira