Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi 7. október 2009 10:22 Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Valdis Dombrovski forsætisráðherra Lettlands hefur gert tillögu um að bankarnir geti aðeins krafist þess að fá raunverð íbúðanna endurgreitt en ekki hina upprunalegu lánsfjárhæð komi til greiðslufalls hjá íbúðaeigendunum. Í raun þýðir þetta að fólk sem situr nú í yfirskuldsettum íbúðum getur gengið frá þeim og losnað við fasteignaskuld sína, þótt hún sé orðin langtum hærri en verðmæti íbúðarinnar. Þetta kemur fram á börsen.dk. Þegar haft er í huga að fasteigna- og íbúðaverð hefur hrunið um 70% frá því það náði toppinum fyrir tveimur árum síðan má reikna með að mikill meirihluti íbúðaeigenda í Lettlandi sé nú í þeirri stöðu að verðmæti fasteigna þeirra standa ekki undir lánunum sem hvíla á þeim. „Í þessari stöðu hlýtur að vera freistandi fyrir lántakendur með neikvæða eiginfjárstöðu að stoppa afborganir af íbúðalánum sínum," segja Pär Magnusson og Per Grönborg greinendur hjá Danske Bank. Swedbank á nú útistandi 61 milljarð evra í Lettlandi og SEB er með 46 milljarða evra útistandandi þar í landi. Nordea hefur aftur á móti aðeins 3,1 milljarð evra en þriðjungur þeirrar upphæðar er bundin í íbúðalánum, það er ríflega 180 milljarðar kr. Börsen segir að um 70% þeirrar upphæðar sé í hættu á að tapast. Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af lánum Swedbank og SEB er í íbúðalánum.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira