Ætla að hafa reksturinn óbreyttan 28. desember 2009 03:30 Svona var umhorfs við höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg í Svíþjóð á Þorláksmessu. Fréttablaðið/AP Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ford hefur staðfest við fjölmiðla að samkomulag um söluna sé nær frágengið. Enn á þó eftir að fá samþykki stjórnvalda og ganga frá fjármögnun. Ford hefur ekki upplýst um söluvirði félagsins. AP hefur þó eftir sérfræðingi á sviði bíliðnaðar að verðmætið geti hlaupið á 2,0 til 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru á milli 250 og 300 milljarðar króna. Ford lýsti því yfir fyrir ári að Volvo væri til sölu, en Ford var þá í töluverðri fjárþörf, hafði tapað 14,6 milljörðum dala (1.868 milljörðum króna) á árinu. Síðan hefur orðið nokkur viðsnúningur í rekstrinum og horfur á hagnaði frá og með þarnæsta ári. Salan á Volvo heldur engu að síður áfram. „Hún snerist aldrei um Volvo, sem við vitum að er sterkt vörumerki, heldur fremur um stefnuna sem við höfum tekið með Ford," segir Mark Truby, talsmaður Ford. Þá segja sérfræðingar að Volvo muni eflast af sterku baklandi í kínverska félaginu, en forsvarsmenn þess hafa jafnframt sagst ætla að halda áfram rekstri sænska félagsins í óbreyttri mynd. - óká Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ford hefur staðfest við fjölmiðla að samkomulag um söluna sé nær frágengið. Enn á þó eftir að fá samþykki stjórnvalda og ganga frá fjármögnun. Ford hefur ekki upplýst um söluvirði félagsins. AP hefur þó eftir sérfræðingi á sviði bíliðnaðar að verðmætið geti hlaupið á 2,0 til 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru á milli 250 og 300 milljarðar króna. Ford lýsti því yfir fyrir ári að Volvo væri til sölu, en Ford var þá í töluverðri fjárþörf, hafði tapað 14,6 milljörðum dala (1.868 milljörðum króna) á árinu. Síðan hefur orðið nokkur viðsnúningur í rekstrinum og horfur á hagnaði frá og með þarnæsta ári. Salan á Volvo heldur engu að síður áfram. „Hún snerist aldrei um Volvo, sem við vitum að er sterkt vörumerki, heldur fremur um stefnuna sem við höfum tekið með Ford," segir Mark Truby, talsmaður Ford. Þá segja sérfræðingar að Volvo muni eflast af sterku baklandi í kínverska félaginu, en forsvarsmenn þess hafa jafnframt sagst ætla að halda áfram rekstri sænska félagsins í óbreyttri mynd. - óká
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur