Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports 14. október 2009 08:21 Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Í frétt um málið í Retailweek segir að SOCA sé meðal annars að rannsaka flutning Chris Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Retailweek segir að það veki nokkra undrun að SOCA hafi verið kölluð til við rannsóknina á málefnum JJB Sports því þessi lögreglusveit einbeiti sér yfirleitt að skipulagðri glæpastarfsemi á sviði eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. Fyrir utan SOCA er bæði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, og samkeppniseftirlit landsins að rannsaka JJB Sports og samskipti keðjunnar við aðra slíka eða Sports Direct. Fram kemur í fréttinni að fyrir utan flutning Chris Ronnie á eignarhlutnum til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman, sé SOCA einnig að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum JJB Sports og leka á upplýsingum úr bókhaldi keðjunnar áður en milliuppgjör var birt í september 2008. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Í frétt um málið í Retailweek segir að SOCA sé meðal annars að rannsaka flutning Chris Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Retailweek segir að það veki nokkra undrun að SOCA hafi verið kölluð til við rannsóknina á málefnum JJB Sports því þessi lögreglusveit einbeiti sér yfirleitt að skipulagðri glæpastarfsemi á sviði eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. Fyrir utan SOCA er bæði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, og samkeppniseftirlit landsins að rannsaka JJB Sports og samskipti keðjunnar við aðra slíka eða Sports Direct. Fram kemur í fréttinni að fyrir utan flutning Chris Ronnie á eignarhlutnum til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman, sé SOCA einnig að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum JJB Sports og leka á upplýsingum úr bókhaldi keðjunnar áður en milliuppgjör var birt í september 2008.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira