Fótbolti

Inter styrkti stöðu sína á toppi ítölsku deildarinnar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Diego Milito.
Diego Milito. Nordic photos/AFP

Ítalíumeistarar Inter héldu uppteknum hætti í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og unnu góðan 0-2 útisigur gegn Livorno en staðan í hálfleik var markalaus.

Diego Milito kom Inter á bragði með marki á 49. mínútu og Maicon innsiglaði svo sigurinn með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Með sigrinum er Inter komið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar en Juventus, sem er í öðru sætinu, tapaði gegn Napoli á heimavelli í gærkvöldi.

Þá vann Roma 2-1 sigur gegn Bologna og Fiorentina vann 3-1 sigur gegn Catania. Ógöngur Lazio halda hins vegar áfram en liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Siena.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×