Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna 7. september 2009 09:06 Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Credit Sails, sem nú er í gjaldþrotameðferð, var umfangsmikið á skuldatryggingarmarkaðinum og keypti skuldatryggingar á fjármálagerninga hjá öllum íslensku bönkunum þremur, Glitni. Kaupþingi og Landsbankanum. Það voru einkum ýmis góðgerðarsamtök á Nýja Sjálandi sem fjárfestu sjóði sína hjá Credit Sails og hafa tapað að mestu öllum þeim peningum en Credit Sails var skráð á Cayman eyjum. Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu New Zealand Herald segir Nýsjálendingar geti dregið lærdóm af hruni íslenska efnahagskerfisins en þeir sem fjárfestu hjá Credit Sails hafi tapað 98% af innistæðum sínum þar. "Lærdómurinn er að lönd þar sem eftirlit með fjármálastofnunum er lélegt en laða að sér kvikt fjármagn geta lent í alvarlegri kreppu þegar þessar fjármálastofnanir falla og erlendir fjárfestar tapa trúnni," segir Í blaðinu. Farið er í saumana á þróun íslenska bankakerfisins á síðustu árum og m.a. vitnaði í nýútkomna bók Ásgeirs Jónssonar um hrunið. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna. Credit Sails, sem nú er í gjaldþrotameðferð, var umfangsmikið á skuldatryggingarmarkaðinum og keypti skuldatryggingar á fjármálagerninga hjá öllum íslensku bönkunum þremur, Glitni. Kaupþingi og Landsbankanum. Það voru einkum ýmis góðgerðarsamtök á Nýja Sjálandi sem fjárfestu sjóði sína hjá Credit Sails og hafa tapað að mestu öllum þeim peningum en Credit Sails var skráð á Cayman eyjum. Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu New Zealand Herald segir Nýsjálendingar geti dregið lærdóm af hruni íslenska efnahagskerfisins en þeir sem fjárfestu hjá Credit Sails hafi tapað 98% af innistæðum sínum þar. "Lærdómurinn er að lönd þar sem eftirlit með fjármálastofnunum er lélegt en laða að sér kvikt fjármagn geta lent í alvarlegri kreppu þegar þessar fjármálastofnanir falla og erlendir fjárfestar tapa trúnni," segir Í blaðinu. Farið er í saumana á þróun íslenska bankakerfisins á síðustu árum og m.a. vitnaði í nýútkomna bók Ásgeirs Jónssonar um hrunið.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira