Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken 29. október 2009 10:34 Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira