Glaxo Smith Kline græðir 200 milljarða á svínaflensunni 24. júlí 2009 12:39 Lyfjafyrirtæki munu græða milljarða bæði á bóluefna- og lyfjaframleiðslu. Búist er við að lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline hagnist um sem nemur 200 milljörðum íslenskra króna vegna heimsfaraldurs svínaflensu. Glaxo Smith Kline er stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki Bretlands. Búist er við að fyrirtækið geti hagnast um allt að eina billjón punda við framleiðslu og sölu lyfja gegn svínaflensunni. Þetta segja sérfræðingar á lyfjamarkaði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagðist ekki ætla að afsaka mögulegan hagnað og benti á að Glaxo Smith Kline hefði lagt allt í sölurnar og væri búið að fjárfesta fyrir hátt í fimm hundruð milljarða til bóluefnaþróunar undanfarin ár. Hann sagði flensuna hafa jákvæð áhrif á iðnaðinn. Gert er ráð fyrir að Glaxo Smith Kline selji einn skammt af bóluefni á sex pund til vestrænna ríkja og er búist við að fyrstu skammtar komi í september. Þá er fyrirtækið í viðræðum við yfir 50 ríki um sölu lyfja og hafa þegar samþykkt að framleiða um 195 milljón skammta af bóluefni gegn svínaflensunni. Tilfellum fer nú fjölgangi og í Bretlandi hafa þau nú tvöfaldast miðað við sama tíma í síðustu viku. Þau eru komin yfir eitt hundrað þúsund. Þetta tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í morgun. Fram kemur að börn 14 ára og yngri eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þeir sem eru 65 ára og eldri eru í minnihluta. Flestir fái frekar væg einkenni en þó veikist einhverjir alvarlega. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lyfjafyrirtæki munu græða milljarða bæði á bóluefna- og lyfjaframleiðslu. Búist er við að lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline hagnist um sem nemur 200 milljörðum íslenskra króna vegna heimsfaraldurs svínaflensu. Glaxo Smith Kline er stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki Bretlands. Búist er við að fyrirtækið geti hagnast um allt að eina billjón punda við framleiðslu og sölu lyfja gegn svínaflensunni. Þetta segja sérfræðingar á lyfjamarkaði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagðist ekki ætla að afsaka mögulegan hagnað og benti á að Glaxo Smith Kline hefði lagt allt í sölurnar og væri búið að fjárfesta fyrir hátt í fimm hundruð milljarða til bóluefnaþróunar undanfarin ár. Hann sagði flensuna hafa jákvæð áhrif á iðnaðinn. Gert er ráð fyrir að Glaxo Smith Kline selji einn skammt af bóluefni á sex pund til vestrænna ríkja og er búist við að fyrstu skammtar komi í september. Þá er fyrirtækið í viðræðum við yfir 50 ríki um sölu lyfja og hafa þegar samþykkt að framleiða um 195 milljón skammta af bóluefni gegn svínaflensunni. Tilfellum fer nú fjölgangi og í Bretlandi hafa þau nú tvöfaldast miðað við sama tíma í síðustu viku. Þau eru komin yfir eitt hundrað þúsund. Þetta tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í morgun. Fram kemur að börn 14 ára og yngri eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þeir sem eru 65 ára og eldri eru í minnihluta. Flestir fái frekar væg einkenni en þó veikist einhverjir alvarlega.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira