Fótbolti

Inter kjöldró AC Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wesley Sneijder var í byrjunarliði Inter í kvöld. Hann er hér að berjast við Pirlo um boltann.
Wesley Sneijder var í byrjunarliði Inter í kvöld. Hann er hér að berjast við Pirlo um boltann.

Það var sannkallaður stórleikur í ítalska boltanum í kvöld þegar Mílanóliðin, Inter og AC Milan, mættust á San Siro.

Leikurinn var aldrei neitt sérstaklega spennandi enda rúlluðu lærisveinar Jose Mourinho yfir lærisveina nýliðans Leonardo.

Thiago Motta kom Inter yfir á 29. mínútu. Sjö mínútum síðar kom Diego Milito Inter í 2-0 með marki úr vítaspyrnu.

Til að bæta gráu ofan á svart fékk Gennaro Gattuso að líta rauða spjaldið á 40. mínútu og staðan svört hjá AC.

Maicon skoraði rétt fyrir hlé og kláraði leikinn. Dejan Stankovic skoraði svo í síðari hálfleik til að strá salti í sárin.

Lokatölur 4-0 fyrir Inter.

Tveir fyrrum leikmenn Real Madrid sem fluttu til Mílanó á dögunum spiluðu í kvöld. Wesley Sneijder var í byrjunarliði Inter og Klaas-Jan Huntelaar kom af bekknum hjá AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×