Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur 6. október 2009 09:27 Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. „Hinn ógreiddi gjaldfallni reikningur pr. ....hljóðar upp á 0,00. Ekki verður komist hjá því að greiða hann," segir NetCom í kröfubréfi sínu til Nygård. Þar stóð ennfremur að verði upphæð greidd innan tilskilins frests, með 250 norskra kr. innheimtugjaldi verður síminn opnaður á ný. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir Nygård að málið sé meir en lítið flókið. „Hvernig fer maður að því að greiða 0 krónur," spyr hann brosmildur. Þegar farsíma Nygård var lokað fékk hann aðvörun frá NetCom um skuldina. Nygård fékk síman opnaðan með loforði um uppgjör. Innheimtubréfið barst honum svo í pósti á vinnustað sinn, Radio 1, skömmu síðar. NetCom hefur viðurkennt að um heimskuleg mistök hafi verið að ræða af hálfu fyrirtækisins. „Þetta innheimtubréf átti aldrei að senda út. Þetta er kerfisvilla á mörkum forheimskunnar," segir talsmaður NetCom í samtali við e24.no. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. „Hinn ógreiddi gjaldfallni reikningur pr. ....hljóðar upp á 0,00. Ekki verður komist hjá því að greiða hann," segir NetCom í kröfubréfi sínu til Nygård. Þar stóð ennfremur að verði upphæð greidd innan tilskilins frests, með 250 norskra kr. innheimtugjaldi verður síminn opnaður á ný. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir Nygård að málið sé meir en lítið flókið. „Hvernig fer maður að því að greiða 0 krónur," spyr hann brosmildur. Þegar farsíma Nygård var lokað fékk hann aðvörun frá NetCom um skuldina. Nygård fékk síman opnaðan með loforði um uppgjör. Innheimtubréfið barst honum svo í pósti á vinnustað sinn, Radio 1, skömmu síðar. NetCom hefur viðurkennt að um heimskuleg mistök hafi verið að ræða af hálfu fyrirtækisins. „Þetta innheimtubréf átti aldrei að senda út. Þetta er kerfisvilla á mörkum forheimskunnar," segir talsmaður NetCom í samtali við e24.no.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira