Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta 15. júní 2009 09:54 Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira