Fótbolti

Moratti réttlætir söluna á Zlatan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Nordic photos/AFP

Massimo Moratti forseti Inter er sannfærður um að leikmannaskiptin við Barcelona á Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o muni reynast góð viðskipti fyrir ítalska félagið þegar allt kemur til alls.

Hann telur að Inter sé nú ekki síður líklegt til þess að berjast um alla þá titla sem í boði eru.

„Ég held að leikmannaskiptin geti verið mjög jákvæð fyrir bæði félög. Zlatan var búinn að segja mér nokkrum sinnum á síðustu mánuðum að hann vildi leita sér að nýjum áskorunum með nýju félagi og ég held að Barcelona sé rétti staðurinn fyrir hann.

Við fengum Eto'o í staðinn og með hann og Diego Milito saman frammi erum vð jafn sterkir og bestu félögin þarna úti. Ég er sannfærður um það. Ég trúi að liðið og hugmyndir knattspyrnustjórans," segir Moratti í samtali við Gazzetta dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×