Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði 28. september 2009 09:45 Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. Í boði er heilt safn af 758 gömlum rafmagnstækjum, þar á meðal eru 26 sjónvörp sem smíðuð voru á fjórða áratugnum. Talið er að þetta safn í heild muni fara á eina milljón punda eða um 200 milljónir kr. Talið er að aðeins um 500 sjónvörp séu enn til í heiminum frá þessum tíma, að því er segir í umfjöllun á business.dk. Safnið sem hér um ræðir hefur Michael Bennett-Levy frá Edinborg byggt upp á síðustu 30 árum en það er talið það stærsta sinnar tegundar sem enn er í einkaeign. Meðal muna í safninu, fyrir utan sjónvarpstækin, eru fyrstu vasareiknivélarnar frá árinu 1971 en verðmæti þeirra er áætlað 40-60 þúsund kr., rafknúinn hárblásari frá 1920 sem metinn er á 90 til 140 þúsund kr., gamlar ritvélar og blýantsyddarar og fyrstu fartölvurnar af gerðinni Osborn og Commodore sem metnar eru á 80 til 160 þúsund kr. Þá er mögulegt að bjóða í fyrstu tölvuna sem sett var á almennan markað árið 1958 en hún er af gerðinni LEO II. Er hún metin á um 400 þúsund kr. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. Í boði er heilt safn af 758 gömlum rafmagnstækjum, þar á meðal eru 26 sjónvörp sem smíðuð voru á fjórða áratugnum. Talið er að þetta safn í heild muni fara á eina milljón punda eða um 200 milljónir kr. Talið er að aðeins um 500 sjónvörp séu enn til í heiminum frá þessum tíma, að því er segir í umfjöllun á business.dk. Safnið sem hér um ræðir hefur Michael Bennett-Levy frá Edinborg byggt upp á síðustu 30 árum en það er talið það stærsta sinnar tegundar sem enn er í einkaeign. Meðal muna í safninu, fyrir utan sjónvarpstækin, eru fyrstu vasareiknivélarnar frá árinu 1971 en verðmæti þeirra er áætlað 40-60 þúsund kr., rafknúinn hárblásari frá 1920 sem metinn er á 90 til 140 þúsund kr., gamlar ritvélar og blýantsyddarar og fyrstu fartölvurnar af gerðinni Osborn og Commodore sem metnar eru á 80 til 160 þúsund kr. Þá er mögulegt að bjóða í fyrstu tölvuna sem sett var á almennan markað árið 1958 en hún er af gerðinni LEO II. Er hún metin á um 400 þúsund kr.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira