Íslensku félagi stefnt í málaferlum um veðhlaupabrautir 23. júlí 2009 10:04 Kröfuhafar í þrotabú Magna Entertainment Corp. hafa stefnt MID Íslandi sf. og samstarfsmanni þess, kanadíska milljarðamæringnum Frank Stronach. Magna rekur hestaveðhlaupabrautir víða í Bandaríkjunum en kröfuhafarnir segja að Stronach og MID hafi ranglega farið með Magna í gjaldþrot svo Stronach gæti átt áfram nokkrar af brautunum. Krafan á hendur Stronach og MID hljóðar upp á 125 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. MID Íslandi sf. er skráð til heimilis að Stórhöfða 21, ásamt töluverðum fjölda af öðrum félögum. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er um eignarhaldsfélag að ræða. Það er á lista Seðlabanka Íslands yfir aðila sem eru undanþegnir gjaldeyrishöftunum. Stjórnarformaður er Gunnar Jónsson en aðrir í stjórn eru John Simonetti og Stefan Wierzbinski. Félagið er svo aftur skráð í eigu tveggja félaga á Barbados. Bæði Reuters og Bloomberg fjalla um málið í dag. Stronach var , ásamt MID, eigandi að meirihluta hlutafjár í Magna. Reuters segir að kröfuhafarnir haldi því fram í stefnu fyrir dómstóli að eigendur Magna hafi með fjársvikum flutt meir en 125 milljónir dollara frá Magna og yfir í önnur félög sem eru í eigu Stronach. Samkvæmt frásögn á Bloomberg vilja kröfuhafarnir í stefnu sinni gegn MID Íslandi sf. að kröfur íslenska félagsins í þrjár veðhlaupabrautir verði endurskilgreindar sem hlutafé í stað lána eins og nú er. Þessi stefna nær yfir veðhlaupabrautirnar Gulfstream Park, Meadows og Remington Park. Kröfuhafarnir halda því fram að Stornach og MID hafi „mjólkað" Magna á þann hátt að frá árinu 2004 hafi þeir veitt Magna tryggð lán til að halda félaginu gangandi. Árið 2004 hafi þessi lán numið 23,4 milljónum dollara og eignir verið til á móti þeim. Þegar Magna fór í gjaldþrot í mars s.l. hafi þessi lán numið 371 milljón dollara. Í millitíðinni hafi Magna greitt Stronach og MID tæplega 90 milljónir dollara í vexti og þóknanir fyrir þessi lán. Með þessum hætti hafi Stronach og MID séð um að þeir ættu helstu forgangskröfur í þrotabúið og ráði þar með áfram yfir rekstri veðhlaupabrautanna á vegum Magna. Þegar Magna var tekið til gjaldþrotaskipta í mars voru eignir þess skráðar á yfir milljarð dollara en skuldir á móti tæplega 959 milljónir dollara m.v. stöðuna eins og hún var um síðustu áramót. Málið er rekið fyrir gjaldþrotadómstóli í Delaware en Magna er skráð með heimilisfang í Ontario í Kanada. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Kröfuhafar í þrotabú Magna Entertainment Corp. hafa stefnt MID Íslandi sf. og samstarfsmanni þess, kanadíska milljarðamæringnum Frank Stronach. Magna rekur hestaveðhlaupabrautir víða í Bandaríkjunum en kröfuhafarnir segja að Stronach og MID hafi ranglega farið með Magna í gjaldþrot svo Stronach gæti átt áfram nokkrar af brautunum. Krafan á hendur Stronach og MID hljóðar upp á 125 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. MID Íslandi sf. er skráð til heimilis að Stórhöfða 21, ásamt töluverðum fjölda af öðrum félögum. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er um eignarhaldsfélag að ræða. Það er á lista Seðlabanka Íslands yfir aðila sem eru undanþegnir gjaldeyrishöftunum. Stjórnarformaður er Gunnar Jónsson en aðrir í stjórn eru John Simonetti og Stefan Wierzbinski. Félagið er svo aftur skráð í eigu tveggja félaga á Barbados. Bæði Reuters og Bloomberg fjalla um málið í dag. Stronach var , ásamt MID, eigandi að meirihluta hlutafjár í Magna. Reuters segir að kröfuhafarnir haldi því fram í stefnu fyrir dómstóli að eigendur Magna hafi með fjársvikum flutt meir en 125 milljónir dollara frá Magna og yfir í önnur félög sem eru í eigu Stronach. Samkvæmt frásögn á Bloomberg vilja kröfuhafarnir í stefnu sinni gegn MID Íslandi sf. að kröfur íslenska félagsins í þrjár veðhlaupabrautir verði endurskilgreindar sem hlutafé í stað lána eins og nú er. Þessi stefna nær yfir veðhlaupabrautirnar Gulfstream Park, Meadows og Remington Park. Kröfuhafarnir halda því fram að Stornach og MID hafi „mjólkað" Magna á þann hátt að frá árinu 2004 hafi þeir veitt Magna tryggð lán til að halda félaginu gangandi. Árið 2004 hafi þessi lán numið 23,4 milljónum dollara og eignir verið til á móti þeim. Þegar Magna fór í gjaldþrot í mars s.l. hafi þessi lán numið 371 milljón dollara. Í millitíðinni hafi Magna greitt Stronach og MID tæplega 90 milljónir dollara í vexti og þóknanir fyrir þessi lán. Með þessum hætti hafi Stronach og MID séð um að þeir ættu helstu forgangskröfur í þrotabúið og ráði þar með áfram yfir rekstri veðhlaupabrautanna á vegum Magna. Þegar Magna var tekið til gjaldþrotaskipta í mars voru eignir þess skráðar á yfir milljarð dollara en skuldir á móti tæplega 959 milljónir dollara m.v. stöðuna eins og hún var um síðustu áramót. Málið er rekið fyrir gjaldþrotadómstóli í Delaware en Magna er skráð með heimilisfang í Ontario í Kanada.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira