Handbolti

Óskar Bjarni: Eigum mikið inni sóknarlega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson benti á plúsa og mínusa í leik sinna manna.
Óskar Bjarni Óskarsson benti á plúsa og mínusa í leik sinna manna.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn gegn HK í kvöld enda hefur Valsmönnum oft gengið illa í Digranesi.

„Ég held að við höfum síðast unnið hérna 2006 svo það er mjög kærkomið að vinna," sagði Óskar eftir leik.

„Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fá hraðaupphlaup og vorum mjög staðir. Ernir (Hrafn Arnarsson) á mikið inni, hann er ekki orðinn nægilega góður í hnénu og spilaði ekki vörnina. Elvar (Friðriksson) var ekki að ná sér á strik þannig að þetta var erfitt."

Óskar var ánægður með framlag markvarðar síns en Hlynur Morthens átti stóran þátt í því að Valur var með eins marks forystu í hálfleik. „Í seinni hálfleik fórum við síðan að fá einföld hraðaupphlaup. Mörkin frá Erni voru mikilvæg en sóknarlega eigum við mikið inni miðað við síðustu tvo leiki," sagði Óskar.

„Ég get ekki annað en verið sáttur við varnarleikinn, þeir skoruðu ekki nema sex mörk á 26 mínútum í seinni hálfleik. Þetta var þannig séð okkar dagur í seinni hálfleik svo ég er sáttur."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×