Fjöldi kaupsamninga á breska fasteignamarkaðinum jókst um 17% í júlí frá mánuðinum á undan. Um 76 þúsund fasteignir á verðinu 40 þúsund pund og meira voru seldar í mánuðinum og er þetta mesta fasteignasala á Bretlandi í einum mánuði síðan í Maí 2008. Í júní síðastliðnum seldust 65 þúsund fasteignir á sama verðbili.
Þetta er sjötti mánuðurinn í röð sem fjöldi kaupsamninga eykst eða stendur í stað. Sky fréttastofan greinir frá þessu í dag.
Telja sérfræðingar að aukin fasteignaviðskipti séu vísbending um að fasteignamarkaðurinn þar í landi sé að taka við sér. Þrátt fyrir þetta er fjöldi kaupsamninga í júlí lágur í sögulegu samhengi.
Aukin velta á fasteignamarkaðinum undanfarna mánuði vinnur einnig gegn sílækkandi fasteignaverði á Bretlandi.
Líflegt á breskum fasteignamarkaði

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent