Í dag var gengið frá láni danskra stjórnvalda til Föroya Banki en lánið kemur úr svokölluðum bankpakke II. Upphæð lánsins er rétt rúmlega 204 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarðar kr.
Í tilkynningu frá bankanum segir að lánið muni styrkja fjárhag bankans og gera það að verkum að eiginfjárhlutfall hans fer úr 22,2% og í 25,2%.
Ennfremur segir að vextirnir á láninu muni nema tæpum 10,6% á ári.