Fótbolti

Mancini daðrar við þjálfarastarfið hjá Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalskir fjölmiðlar eru flestir á því að Ciro Ferrara eigi ekki marga daga eftir í starfi sem þjálfari Juventus. Þeir eru því farnir að fjalla um hugsanlegan arftaka.

Efstur á lista er Roberto Mancini, fyrrum þjálfari Inter. Mancini er sjálfur farinn að daðra við þjálfarastarfið og hann segist alls ekki vera neinn óvinur Juve.

„Fyrir það fyrsta vil ég taka fram að ég veit ekkert hvað ég geri í framtíðinni.  Svo vil ég koma nokkrum hlutum á framfæri. Ég hef aldrei talað illa um Juve. Ég studdi félagið meira að segja sem barn," sagði Mancini.

„Ég er fagmaður og vinn fyrir félög sem vilja fá mig í vinnu. Þar af leiðandi er ljóst að ef Juve vill fá mig í vinnu þá er ég tilbúinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×