Fótbolti

Del Piero getur spilað sinn 600. leik fyrir Juve um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alessandro Del Piero, fyrirliði ítalska liðsins Juventus.
Alessandro Del Piero, fyrirliði ítalska liðsins Juventus. Mynd/AFP

Alessandro Del Piero, fyrirliði ítalska liðsins Juventus, mun spila sinn 600. leik fyrir félagið komi hann við sögu í leik liðsins á móti AC Milan á San Siro á sunnudaginn.

Del Piero yrði þá þriðji leikmaðurinn, sem er enn að spila í deildinni, til þess að ná þessum áfanga en hinir tveir eru Paolo Maldini hjá AC Milan og Javier Zanetti hjá Inter Milan.

Paolo Maldini er búinn að spila 895 leiki fyrir AC Milan en Zanetti hefur spilað 641 leik fyrir Inter.

Alessandro Del Piero lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus árið 1993 en liðið keypti hann frá Padova. Del Piero hefur skorað 250 mörk fyrir Juve og orðið fimm sinnum ítalskur meistari.

Hann varð líka meistari með liðinu 2005 og 2006 en þeir titlar voru dæmdir af Juventus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×