Talsmenn British Airways flugfélagsins gera ráð fyrir að þeir þurfi að segja upp starfsfólki til að takast á við tap félagsins á liðnu ári. Þá tilkynntu þeir í dag að langt væri í að fyrirhugaður samruni við spænska Iberia flugfélagið væri langt því frá lokið.
Willie Walsh, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti í dag að félagið hefði tapað 401 milljón punda miðað við 922 milljóna punda hagnaði uppgjörstímabilið á undan. Ástæðan er aukinn eldsneytiskostnaður og minni eftirspurn eftir flugsætum. Flugfélagið býður starfsfólki sínu, sem er 40.600 talsins, launalaust leyfi og hlutastörf til að skera niður kostnað í starfsmannahaldi.
Alls hafa 2.500 störf hjá fyrirtækinu verið lögð niður frá því síðasta sumar, þar af 480 störf stjórnenda.
British Airways þarf að segja upp starfsfólki
