Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins 7. október 2009 13:29 Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Spá sérfræðinga er að tapið nemi 9 sentum á hlut, þ.e. rúmum 86 milljón dollurum eða tæpum 11 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að tapið á öðrum ársfjórðungi nam 26 sentum á hlut og á fyrsta ársfjórðungi nam það 54 sentum á hlut. Samhliða þessu reikna sérfræðingar með að tapreksturinn snúist í hagnað á síðasta ársfjórðungi ársins og að hagnaðurinn nemi 6 sentum á hlut. Þessar spár hafa gert það að verkum að hlutir í Alcoa hafa hækkað á mörkuðum vestan hafs undanfarna daga. Frá áramótum hafa hlutirnir hækkað um 23% sem er töluvert yfir hækkun Dow Jones vísitölunnar sem hefur bætt við sig 11% á tímabilinu. Margir greiningardeildir hafa nú breytt ráðgjöf sinni hvað hluti í Alcoa varðar og mæla með kaupum á þeim. Talið er að mikill niðurskurður og hagræðing í rekstri félagsins á þessu ári muni skila góðum afkomutölum á næsta ári. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Spá sérfræðinga er að tapið nemi 9 sentum á hlut, þ.e. rúmum 86 milljón dollurum eða tæpum 11 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að tapið á öðrum ársfjórðungi nam 26 sentum á hlut og á fyrsta ársfjórðungi nam það 54 sentum á hlut. Samhliða þessu reikna sérfræðingar með að tapreksturinn snúist í hagnað á síðasta ársfjórðungi ársins og að hagnaðurinn nemi 6 sentum á hlut. Þessar spár hafa gert það að verkum að hlutir í Alcoa hafa hækkað á mörkuðum vestan hafs undanfarna daga. Frá áramótum hafa hlutirnir hækkað um 23% sem er töluvert yfir hækkun Dow Jones vísitölunnar sem hefur bætt við sig 11% á tímabilinu. Margir greiningardeildir hafa nú breytt ráðgjöf sinni hvað hluti í Alcoa varðar og mæla með kaupum á þeim. Talið er að mikill niðurskurður og hagræðing í rekstri félagsins á þessu ári muni skila góðum afkomutölum á næsta ári.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira