Fótbolti

Barcelona ekki eitt um að hafa áhuga á Poulsen

Ómar Þorgeirsson skrifar
Christian Poulsen.
Christian Poulsen. Nordic photos/AFP

Meistaradeildarmeistarar Barcelona eru sterklega orðaðir við miðjumanninn Christian Poulsen hjá Juventus en næsta víst er talið að danski landsliðsmaðurinn yfirgefi herbúðir Tórínóborgarfélagsins í sumar eftir komu Brasilíumannsins Felipe Melo.

„Ég get staðfest að spænskir umboðsmenn á vegum Barcelona hafa haft samband varðandi Poulsen. Hann er hins vegar samningsbundinn Juventus næstu þrjú árin og er ekkert að flýta sér.

Það gæti vel verið að hann yrði áfram hjá félaginu til að berjast um stöðu í liðinu því hann hefur fulla trú á eigin getu," segir umboðsmaðurinn Jorn Bonnesen í samtali við vefmiðilinn Bold.dk.

Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool, Tottenham og Fulham eru einnig sögð hafa áhuga á Poulsen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×