Stjórn Seðlabanka Evrópu (ECB) ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig og niður í 1%. Er vextirnir þá orðnir þeir lægstu í sögu Evrópusambandsins.
Jean-Claude Trichet bankastjóri ECB mun gera grein fyrir forsendum lækkunarinnar seinna í dag.
Að sögn börsen.dk er reiknað með að Seðlabanki Danmerkur muni lækka sína vexti um a.m.k. sama prósentustig og ECB seinna í dag. Hugsanlegt er talið að bankinn lækki vextina enn frekar og noti tækifærið nú til að draga úr þeim vaxtamun sem er á milli bankans og ECB.