Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð í Noregi hækkar

Fáni norska olíurisans Statoil
Fáni norska olíurisans Statoil

Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum.

Í samantekt IFS Greiningar kemur fram að hækkunin skýrist að miklu leyti af því að mörg félög í Kauphöllinni í Ósló tengist olíuiðnaði, en frá áramótum hefur olíuverð hækkað um tæp 78 prósent.

Að sögn Valdimars Halldórssonar hjá IFS hafa greinendur þó meiri áhyggur af öðrum útflutningsiðnaði en olíutengdum. „Verðkennitölur hafa hækkað síðasta mánuðinn samhliða hækkun á hlutabréfaverði en samt sem áður teljast verðkennitölur vera lágar í sögulegu samhengi."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×