AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 29. júlí 2009 20:00 Dominique Strauss-Kahn er framkvæmdastjóri AGS. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Sjóðurinn kemur til með að auka lánveitingar sínar um allt að sautján milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 2700 milljarða króna, fram til ársins 2014. Þá stendur til að fresta vaxtagreiðslum lána til fátækustu ríkja til 2011. Til stendur að selja hluta af gullforða sjóðsins til að standa undir aðstoðinni. „Þetta er fordæmislaus aukning aðstoðar frá AGS til fátækustu landa heims í Afríku og um allan heim," segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Hann segir aðgerðirnar munu bjarga milljónum manna frá fátækt og hjálpa ríkjunum til lengri tíma. Þessar miklu lánveitingar eru að sögn viðbragð sjóðsins við fundi G20 ríkjanna í apríl, þar sem aukinnar aðstoðar var krafist. Fyrr í mánuðinum veitti AGS risavaxin lán til bæði Sri Lanka og Ghana. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Sjóðurinn kemur til með að auka lánveitingar sínar um allt að sautján milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 2700 milljarða króna, fram til ársins 2014. Þá stendur til að fresta vaxtagreiðslum lána til fátækustu ríkja til 2011. Til stendur að selja hluta af gullforða sjóðsins til að standa undir aðstoðinni. „Þetta er fordæmislaus aukning aðstoðar frá AGS til fátækustu landa heims í Afríku og um allan heim," segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Hann segir aðgerðirnar munu bjarga milljónum manna frá fátækt og hjálpa ríkjunum til lengri tíma. Þessar miklu lánveitingar eru að sögn viðbragð sjóðsins við fundi G20 ríkjanna í apríl, þar sem aukinnar aðstoðar var krafist. Fyrr í mánuðinum veitti AGS risavaxin lán til bæði Sri Lanka og Ghana.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira