Álfyrirtæki ganga á birgðir til að nýta verðhækkanir 1. september 2009 10:55 Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Álverð á heimsmarkaði er aftur komið upp fyrir 1.900 dollara á tonnið hafa lækkað aðeins í síðustu viku. Á undanförnum tveimur vikum hefur álverð lækkað um 10% eftir umtalsverðar hækkanir í sumar. Á fyrri helmingi ársins hækkaði álverð um 6% í kauphöllinni í London (London Metal Exchange) en á tveimur mánuðum frá júníbyrjun til loka júlí rauk það upp um þriðjung samhliða hækkun á verði annarra hrávara. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um þróunina í Hagsjá sinni. Þar segir að fregnir af álmörkuðum benda til þess að álfyrirtæki hafi gengið á birgðir að undanförnu til þess að nýta sér hækkandi verð. Þannig metur Alþjóðaálstofnunin (International Aluminium Institute - IAI) að alls hafi 2,3 milljón tonn af áli verið í birgðageymslum á heimsvísu í lok júlí, samanborið við 2,9 milljón tonn á sama tíma fyrir ári. Af þessum tölum er rúmur helmingur óunnið ál tilbúið til vinnslu, þ.e. blokkir áls úr álverum, en afgangurinn m.a. afgangsál til endurvinnslu og ál á hinum ýmsu vinnslustigum. Samhliða útgáfu upplýsinga um birgðastöðu áls í heiminum tilkynnti stærsta álframleiðslufyrirtæki Kína, Aluminum Corp. of China (Chalco), að þarlend álver, miðlarar og vöruhús hefðu allt að 600 þúsund rúmtonn í hirslum sínum sökum umframframleiðslu undanfarið þar í landi. Þær birgðir eru ekki meðtaldar í ofangreindum tölum IAI og er magnið þrefalt meira en uppgefnar birgðir í vöruhúsum kauphallarinnar í Shanghaí sem geyma hrávörur vegna framvirkra samninga. Hátt verð á áli undanfarið hefur verið útskýrt með ýmsu móti. Meðal annars lágu vaxtastigi víðast hvar sem hvetur fjárfesta til að leita ávöxtunar á nýjum vettvangi, t.d. hrávörum. Þá efldu jákvæðar hagtölur í sumar bjartsýni á að það versta sé yfirstaðið í efnahagsniðursveiflunni sem gaf fjárfestum trú á aukna eftirspurn. Kínversk yfirvöld hafa það sem af er ári safnað varaforða áls fyrir milligöngu Varaforðaskrifstofu ríkisins, um 570 þúsund rúmtonn alls. Meirihluti varaforðans er keyptur af Chalco en framleiðsla hefur verið aukin upp á síðkastið fyrir tilstilli efnahagshvata stjórnvalda. Haft er eftir forstjóra Chalco í frétt á Bloomberg að ekki standi til að selja af varaforðanum í bráð.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira