Japanskar húsmæður veðja á veikingu jensins 14. maí 2009 10:53 Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira